Sonur Kardashians er mikill fótboltaáhugamaður og þau hafa sést saman á mörgum leikjum að undanförnu. Þau sáu meðal annars Messi skora sitt fyrsta mark fyrir Inter Miami með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á föstudaginn.
Í gær fylgdist Kardashian svo með æfingaleik Paris Saint-Germain og Al Nassr sem Ronaldo leikur með.
YouTube-stjarnan Speed, sem er mikill aðdáandi Ronaldos, var einnig á leiknum í Osaka í Japan og hann spurði Kardashian-mæðginin hvor væri betri, Messi eða Ronaldo. Sonurinn valdi Ronaldo áður en mamman var spurð.
„Báðir. Við skemmtum okkur konunglega á leiknum. Ég er hrifinn af báðum,“ sagði raunveruleikastjarnan og athafnakonan.
Al Nassr gerði markalaust jafntefli við PSG í leiknum umrædda. Ronaldo spilaði fyrstu 66 mínútur leiksins.