Carlos hættur hjá Herði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 10:41 Carlos Martin Santos hefur látið af störfum hjá Herði. vísir/hulda margrét Carlos Martin Santos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari handboltaliðs Harðar. Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins. Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins.
Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46
ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31
Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56