Þrír mannanna sökuðu leikarann um að hafa gripið um klof þeirra og sá fjórði sagðist hafa vaknað við að Spacey var að hafa við hann munnmök. Fyrir dómi sagðist hann hafa átt kynferðisleg samskipti við tvo af þeim sem ákærðu hann með þeirra samþykki, vísaði ásökunum þriðja mannsins á bug og sagði framburð fjórða mannsins vera algeran heilaspuna.
Ásakanir og ákærur gegn Spacey urðu til þess að hann var rekinn úr aðalhlutverki í hinum vinsælu þáttum House of Cards. Honum var augljóslega létt þegar niðurstaða réttarins lá fyrir.
„Ég geri ráð fyrir að mörg ykkar skilji að það er margt sem ég þarf að meðtaka eftir atburði dagsins. En mig langar að segja að ég er afar þakklátur kviðdómnum fyrir að hafa varið sínum tíma í að rannsaka öll sönnunargögn ítarlega áður en hann komst að niðurstöðu. Ég er auðmjúkur gagnvart niðurstöðu dagsins,“ sagði Spacey eftir að dómurinn var kveðinn upp.