Skagamaðurinn heldur áfram að skora fyrir Lille. Hákon skoraði tvö mörk með tæplega níu mínútna millibili.
Hákon Arnar gekk til liðs við Lille fyrr í mánuðinum og gerði þrennu í sínum fyrsta æfingaleik gegn belgíska liðinu Cercle Brugge. Hákon hefur því komið að sex mörkum í fyrstu tveimur æfingaleikjunum með félaginu.
Skagamaðurinn átti stoðsendinguna á Jonathan David sem braut ísinn og kom Lille yfir á 19. mínútu.
Jonathan David with the opener!
— Football Report (@FootballReprt) July 26, 2023
Hákon Arnar Haraldsson 🇮🇸(2003) with the assist!pic.twitter.com/UkCwolW9K8
Hákon skoraði annað mark Lille eftir mistök í varnarleik Le Havre. Leikmenn Lille pressuðu öftustu línu Havre sem gerði það að verkum að þeir unnu boltann og Hákon kláraði færið með marki.
Hákon Arnar Haraldsson 🇮🇸(2003) retakes the lead!pic.twitter.com/qPWYK22RAL
— Football Report (@FootballReprt) July 26, 2023
Hákon var síðan aftur á ferðinni tæplega níu mínútum seinna þegar hann fékk sendingu inn í teig og þrumaði boltanum afar smekklega í þaknetið.
Hákon Arnar Haraldsson 🇮🇸(2003) at the double to double the lead!pic.twitter.com/Jgmu9lNa5s
— Football Report (@FootballReprt) July 26, 2023
Fyrsti leikur Lille í frönsku úrvaldseildinni er gegn Nice á útivelli þann 12. ágúst.