KR fékk Pálma Rafn til sín árið 2015 og var hann fyrirliði meistaraflokks karla alveg þar til hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Í tilkynningu félagsins segir að Vignir Snær Stefánsson og Jamie Paul Brassington munu vera aðstoðaþjálfarar Pálma.
Í upphafi júlí mánaðar rak KR Perry Mclachan eftir að hafa verið minna en ár í starfi. Mclachan var ekki sáttur með ákvörðunina og gaf frá sér yfirlýsingu.
„Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að ákvarðanir eru teknar með þessum hætti. Til dæmis fótboltatengdar ástæður, eða viðskiptatengdar, pólitískar eða fjárhagslegar. Stundum þarf félag blóraböggul til að kasta undir rútuna,“ segir Mclachan í yfirlýsingunni.
Pálmi Rafn tekur við kvennaliðið KR í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar. KR hefur safnað sjö stigum í ellefu leikjum.
Fyrsti leikur Pálma Rafns verður á útivelli gegn Aftureldingu á morgun klukkan 19:15.