Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 11:36 Konurnar fjórar sem fundust í skurði árið 2006 í útjaðri Atlantic City. Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. Lögreglan í New York hefur lokið rannsókn á heimili Rex Heuermann. Hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar vændiskonur og grafið lík þeirra á Gilgo Beach, nálægt Massapequa Park á Long Island þar sem hann býr. Alls hafa ellefu lík fundist á ströndinni. Rannsóknin hefur vakið grunsemdir um að Heuermann hafi framið ódæði annars staðar og eru lögregluyfirvöld víðs vegar um Bandaríkin að skoða gömul óleyst morðmál. Það stærsta er mál í Atlantic City sem kennt er við Eastbound kyrkjarans (Eastbound strangler). Það voru fjögur morð á konum árið 2006. Á grúfu í fráræsisskurði Líkt og á Gilgo ströndinni voru konurnar sem drepnar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. En hin síðastnefnda var sú eina sem ekki er vitað til að hafa stundað vændi. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Rex Heuermann heimsótti Atlantic City oft og fór á nektarstaði. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Lík Bridor og Dilts höfðu verið lengst í vatninu og voru illa farin. Þurfti tannlæknaskýrslur til þess að greina þau og ekki var hægt að segja til um dánarorsökina. Roberts og Raffo voru drepnar seinna og Raffo sást lifandi daginn áður en líkin fundust. Þær voru kyrktar til dauða með reipi eða bandi. Enginn ákærður Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin. Þar á meðal maður að nafni Terry Oleson, sem starfaði á Golden Key mótelinu. Rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og enginn hefur verið ákærður fyrir morðin. Lögreglan hefur boðið 25 þúsund dollara, eða rúmar 3 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Lögreglan hefur áður rannsakað hvort að tengsl séu á milli morðanna í Atlantic City og Gilgo strandarinnar. Sú kenning var slegin út af borðinu en hefur nú dúkkað aftur upp. Heimsótti Atlantic City oft Komið hefur í ljós að Heuermann, sem starfaði sem arkitekt, hafði tengsl við Atlantic City. Einnig Las Vegas og Suður Karólínu þar sem lögregla er einnig að athuga gömul og óleyst morðmál. Meðal annars hefur nektardansmær í Atlantic City greint frá því að hafa séð Heuermann á staðnum sem hún vann hjá í þrjú skipti. Hann hafi reynt að fá hana til að hitta sig fyrir utan klúbbinn. „Hann vildi að ég sæti hjá honum og talaði við hann og svo reyndi hann að sannfæra mig um að hitta sig fyrir utan klúbbinn en ég fór aldrei,“ sagði konan við fréttastöðina Fox News. „Ég hef hitt fólk fyrir utan klúbbinn áður og þekki þetta en þessi gaur lét mér líða óþægilega.“ Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Lögreglan í New York hefur lokið rannsókn á heimili Rex Heuermann. Hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar vændiskonur og grafið lík þeirra á Gilgo Beach, nálægt Massapequa Park á Long Island þar sem hann býr. Alls hafa ellefu lík fundist á ströndinni. Rannsóknin hefur vakið grunsemdir um að Heuermann hafi framið ódæði annars staðar og eru lögregluyfirvöld víðs vegar um Bandaríkin að skoða gömul óleyst morðmál. Það stærsta er mál í Atlantic City sem kennt er við Eastbound kyrkjarans (Eastbound strangler). Það voru fjögur morð á konum árið 2006. Á grúfu í fráræsisskurði Líkt og á Gilgo ströndinni voru konurnar sem drepnar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. En hin síðastnefnda var sú eina sem ekki er vitað til að hafa stundað vændi. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Rex Heuermann heimsótti Atlantic City oft og fór á nektarstaði. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Lík Bridor og Dilts höfðu verið lengst í vatninu og voru illa farin. Þurfti tannlæknaskýrslur til þess að greina þau og ekki var hægt að segja til um dánarorsökina. Roberts og Raffo voru drepnar seinna og Raffo sást lifandi daginn áður en líkin fundust. Þær voru kyrktar til dauða með reipi eða bandi. Enginn ákærður Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin. Þar á meðal maður að nafni Terry Oleson, sem starfaði á Golden Key mótelinu. Rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og enginn hefur verið ákærður fyrir morðin. Lögreglan hefur boðið 25 þúsund dollara, eða rúmar 3 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Lögreglan hefur áður rannsakað hvort að tengsl séu á milli morðanna í Atlantic City og Gilgo strandarinnar. Sú kenning var slegin út af borðinu en hefur nú dúkkað aftur upp. Heimsótti Atlantic City oft Komið hefur í ljós að Heuermann, sem starfaði sem arkitekt, hafði tengsl við Atlantic City. Einnig Las Vegas og Suður Karólínu þar sem lögregla er einnig að athuga gömul og óleyst morðmál. Meðal annars hefur nektardansmær í Atlantic City greint frá því að hafa séð Heuermann á staðnum sem hún vann hjá í þrjú skipti. Hann hafi reynt að fá hana til að hitta sig fyrir utan klúbbinn. „Hann vildi að ég sæti hjá honum og talaði við hann og svo reyndi hann að sannfæra mig um að hitta sig fyrir utan klúbbinn en ég fór aldrei,“ sagði konan við fréttastöðina Fox News. „Ég hef hitt fólk fyrir utan klúbbinn áður og þekki þetta en þessi gaur lét mér líða óþægilega.“
Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30
Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06