Framarar greina sjálfir frá þessum tíðindum í fréttatilkynningu á vefsíðu sinni. Þar er Jóni þakkað fyrir hans framlag til félagsins, bæði sem leikmaður og þjálfari, og ákvörðunin sé erfið en nauðsynleg.
„Stjórn knattspyrnudeildar telur breytingar nauðsynlegar á þessum tímapunkti til að tryggja áframhaldandi veru liðsins í Bestu deildinni. Ásamt Nonna lætur Þórhallur Víkingsson einnig af störfum og þökkum við honum fyrir hans framlag. Við óskum Nonna og Þórhalli alls hins besta í framtíðar verkefnum.“
Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Ragnar Sigurðsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson hafi þegar tekið við þjálfun liðsins en einhverjar sögusagnir höfðu verið á lofti um að Ágúst Gylfason myndi taka við starfinu.
Gengi Fram hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar, aðeins fjórir sigrar komnir í hús í 17 leikjum og liðið í töluverðri fallhættu. Liðið fékk 4-0 skell gegn Stjörnunni í gær sem virðist hafa verið síðasti naglinn í kistulokið.