Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 20:57 Hitabylgjur hafa herjað á heim allan í núlíðandi mánuði. EPA Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. „Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
„Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira