Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 21:41 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA einbeittur Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. „Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58