Hver á lottómiða og 750 milljónir króna? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2023 12:02 Spánverjar eru gríðarlega virkir lottóspilarar og lottósölubása er að finna á öðru hvoru götuhorni í borgum og bæjum landsins. Oscar J. Barroso/Getty Images Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum. Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Lottómiðasalinn þóttist eiga vinningsmiðann Þann 30. júní árið 2012 féll fyrsti vinningur í spænska lottóinu á einn miða, tæpar fimm milljónir evra, andvirði um 750 milljónir íslenskra króna. Þremur dögum síðar kom Manuel Reija með vinningsmiðann til Spænskrar getspár í Gallisíu-héraði á Spáni. Þar var hann samþykktur og stimplaður. Sá sem það gerði var yfirmaður Spænskrar getspár og reyndar bróðir Manuels. Manuel þessi rak í þokkabót lottósölubás í La Coruña og þegar farið var að kanna betur ástæðu þess að einmitt lottósali hefði unnið stærsta vinninginn sagðist hann hafa fundið miðann daginn áður þegar hann var að loka. Einhver hefði hent honum eða skilið hann eftir. 317 manns vildu Lilju kveðið hafa Ári síðar birtist auglýsing í Lögbirtingablaði Gallisíu þar sem auglýst var eftir eiganda miðans. 317 manns gáfu sig fram og sögðust eiga miðann. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn á málinu og árið 2019 taldi hún sig hafa fundið miðaeigandann. Það væri karlmaður á eftirlaunum, sem spilaði í öllum lottóum sem hægt er að spila í á Spáni og þau eru mörg. Hann spilaði alltaf á tölur sem tengdust merkisviðburðum í lífi sínu og þær komu einmitt allar upp í þessum drætti. Ítarleg rannsókn leiddi ennfremur í ljós að hann keypti alltaf miða í versluninni þar sem vinningsmiðinn var seldur og hafði einmitt farið í lottóbásinn hjá Manuel tveimur dögum eftir dráttinn með slatta af miðum, beðið um að farið yrði yfir þá og fengið að vita að því miður væri enginn vinningur á miðunum. Lögreglan telur sig vita hver vinningshafinn sé Niðurstaða lögreglunnar var því afdráttarlaus; hinn spilaglaði eftirlaunaþegi væri réttmætur eigandi andvirði 750 milljóna íslenskra króna. Réttarhöld eru hafin yfir bræðrunum peningagráðugu og krafist er 6 ára fangelsis yfir báðum. Hið sorglega er svo það að eftirlaunaþeginn sem datt í lukkupottinn, lést árið 2014, tveimur árum eftir að hafa unnið, fullkomlega óafvitandi um þennan háa vinning. Dóttir hans freistar þess nú að fá vinninginn greiddan út. Það gera reyndar 317 aðrir sem enn halda því fram að þeir hafi átt miðann. Þess má geta að HBO frumsýndi fyrr í þessum mánuði þriðja þátta heimildamyndaröð um þetta undarlega mál. Hún heitir Se busca millionario eða Lýst eftir milljónamæringi.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent