Síminn ósammála Samkeppniseftirlitinu: Áskrifendur Nova fái aðgang að enska boltanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 20:32 Í tilkynningu frá Símanum segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins byggi á misskilningi. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að Síminn hafi nú neitað að gera nýjan dreifingarsamning við Nova um útsendingar á Símanum Sport, sem áskrifendum Nova og Sýnar hafa boðist að nálgast í Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium. Þá segir að með neitun Símans á gerð samningsins hafi viðskiptavinir Nova ekki möguleika á að kaupa áskrift að enska boltanum. Mismunun gagnvart keppinautum „Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á enska boltann. Þá telur eftirlitið að háttsemi Símans feli í sér mismunun gagnvart keppinautum þar sem Sýn fær áfram að bjóða sínum viðskiptavinum enska boltann en ekki Nova,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu Þá segir að Samkeppniseftirlitið telji að Síminn sé markaðsráðandi á markaði fyrir heildsöludreifingu á enska boltanum og að háttsemi Símans fari gegn ákvæði samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé til þess fallin að skaða samkeppni. Í bráðabirgðaákvörðuninni er Símanum sagt að láta af háttsemi sinni gagnvart Nova og gera nýjan dreifingarsamning við fyrirækið um heildsölu og dreifingu á Símanum Sport með enska boltanum. Ákvörðunin byggi á misskilningi Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins og byggi á misskilningi. Ákörðunin hafi engin áhrif á samkeppni á fjarskipta- eða sjónvarpsmarkaði nema að letja til aukinnar framleiðslu og kaupa á efni. „Sjónvarpsþjónustur keppa á aðgreiningu með sjónvarpsefni, efni sem aðilar fjárfesta í eða kaupa á opnum markaði sem Nova hefur kosið að taka ekki þátt í og þannig þykir Símanun einkennilegt að Nova geri þá kröfu að byggja samkeppnisgrundvöll sinn á því að fá aðgang að því myndefni sem aðrir aðilar hafa þegar keypt á opnum markaði,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Þá segir að Síminn sé ekki markaðsráðandi þegar kemur að áskriftarsjónvarpsefni, og að viðskiptavinir Nova hafi greiðan aðgang að að Símanum Sport óháð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Ákvörðun SKE lýtur þannig ekki að því að gera viðskiptavinum Nova kleift að horfa á Símann Sport, enda hafa þeir alla möguleika á því líkt og viðskiptavinir allra annarra fjarskiptafyrirtækja. Ákvörðunin lýtur að því að Símanum beri að afhenda Nova sjónvarpsrásina til endursölu til sinna viðskiptavina. Byggir Síminn á því að félaginu geti ekki með nokkru móti borið skylda til þess og íhugar nú réttarstöðu sína,“ segir jafnframt í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Samkeppnismál Síminn Nova Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira