Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 14:35 Reksturinn á Moe's Bar hefur verið til húsa í Jafnaseli 6 í fjórtán ár. Vísir/Vilhelm Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna. Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum: Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Fasteignin er sex herbergja atvinnuhúsnæði sem er 336,7 fermetrar að stærð á efri hæð Jafnasels 6. Fasteignamat fasteignarinnar fyrir árið 2024 er um 79 milljónir króna. Við hliðina á Moe's er smurstöð og bílaverkstæði.Miklaborg Moe's Bar hefur verið töluvert í fréttum frá október á síðasta ári þegar alvarleg líkamsárás átti sér stað barnum. Karlmanni á fimmtugsaldri var þá sparkað niður stiga með þeim afleiðingum að hann hlaut varanlegan heilaskaða. Þann 12. júní síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina. Árið 2017 átti sér einnig stað alvarleg líkamsárás á staðnum þegar maður kastaði poka fullum af óopnuðum bjórdósum í annan mann, sló hann með járnröri og kastaði múrstein í höfuð hans. Hægt að kaupa staðinn, reksturinn eða bæði Mögulegum kaupendum standa ýmsir valkostir til boða þegar kemur að kaupum á fasteigninni. Kaupendur geta keypt fasteignina, fasteignina og reksturinn, reksturinn einn og sér eða leigt reksturinn með leigusamningi um fasteignina. Ásett verð miðast við sölu á fasteigninni og rekstri. Barborðið er svo áþekkt barborðinu á Moe's í The Simpsons að maður getur auðveldlega séð Moe Szyslak fyrir sér bak við það.Miklaborg Auk Pool-borðsins eru píluspjöld á staðnum, lítið svið og glæsilegir stuðningsfánar enskra fótboltaliða. Þrír inngangar eru á eigninni, aðalinngangur er á gafli hússins. Við núverandi skipulag er rýmið tvískipti. Í stærri hluta hússins er innréttaður bar með eldhúsi, snyrtingum og innréttingum sem tilheyra rekstrinum. Það er pool-borð á barnum rétt eins og á samnefndum bar í The Simpsons.Miklaborg Í hinum hluta hússins er vinnusalur, geymslur og snyrting. Hurðargat er á milli rýma og því auðvelt að nýta í einu lagi. Barinn hefur vínveitingaleyfi til klukkan þrjú um helgar. Fasteignafélagið Miklaborg sér um sölu fasteignarinnar en nánari upplýsingar má lesa um fasteignina á fasteignavef Vísis. Með dugnaði er hægt að gera vinnusalinn að fínasta samkomusal.Miklaborg Nafn barsins er auðvitað vísun í hinn fræga bar Moe's úr gamanþáttunum The Simpsons. Söguhetjan Homer Simpson er þar fastagestur ásamt Carl, Lenny og Barney Gumble. Þá gerir Bart, sonur Homers, reglulega símaat í Moe sem ærir krullhærðan barþjóninn. Hér fyrir neðan má sjá klippu af því þegar Homer fékk (stutt) lífstíðarbann á barnum:
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira