Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 18:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. Katrín brást við háværum gagnrýnisröddum innan Sjálfstæðisflokks í samtali við RÚV. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir flokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Í samtali við mbl.is sagði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra að ómögulegt sé að spá fyrir um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið lifi næsta þingvetur af. „Nú er ég auðvitað ekki í Sjálfstæðisflokknum og þekki ekki hvaða umræður eiga sér stað þar innan dyra en ég hef vissulega séð einhverja hafa á því skoðun að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í stjórnarsamstarfinu og það er augljóslega bara eitthvað sem þeir þurfa að ræða innan sinna raða,“ er haft eftir Katrínu. Katrín segir málamiðlana alltaf þörf í öllu stjórnarsamstarfi og segir það algengt að tekist sé á innan flokka. „Stundum höfum við þótt gefa of mikið eftir og stundum hefur fólk verið mjög ánægt með þann árangur sem hefur náðst,“ segir Katrín. „Við vinnum af fullum heilindum og ég á ekki von á öðru en að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að verulegt misklíð sé komið upp innan ríkisstjórnar. „Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Katrín brást við háværum gagnrýnisröddum innan Sjálfstæðisflokks í samtali við RÚV. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir flokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. Í samtali við mbl.is sagði Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra að ómögulegt sé að spá fyrir um það hvort að ríkisstjórnarsamstarfið lifi næsta þingvetur af. „Nú er ég auðvitað ekki í Sjálfstæðisflokknum og þekki ekki hvaða umræður eiga sér stað þar innan dyra en ég hef vissulega séð einhverja hafa á því skoðun að flokkurinn hafi gefið of mikið eftir í stjórnarsamstarfinu og það er augljóslega bara eitthvað sem þeir þurfa að ræða innan sinna raða,“ er haft eftir Katrínu. Katrín segir málamiðlana alltaf þörf í öllu stjórnarsamstarfi og segir það algengt að tekist sé á innan flokka. „Stundum höfum við þótt gefa of mikið eftir og stundum hefur fólk verið mjög ánægt með þann árangur sem hefur náðst,“ segir Katrín. „Við vinnum af fullum heilindum og ég á ekki von á öðru en að samstarfsflokkarnir geri slíkt hið sama.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að verulegt misklíð sé komið upp innan ríkisstjórnar. „Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Eiríkur. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“