Félagaskipti Grétars Snæs Gunnarsson, leikmanns KR, hafa legið í loftinu í einhverjar vikur en FH gat ekki klárað þau skipti þar sem félagið var í félagaskiptabanni. Samkvæmt heimildum Vísis eru þau félagaskipti nú að fullu frágengin og Grétar hefur klárað sín samningamál við FH.
Greint var frá því í frétt á Fótbolti.net að Grétar hefði verið á æfingu hjá FH í dag, ásamt Viðari Ara Jónssyni. Viðar lék með FH sumarið 2018 á láni frá Brann en hann lék síðast Budapest Honvéd í Ungverjalandi.
Samkvæmt frétt Fótbolta.net er ákvæði í samningi Viðars um að hann geti farið erlendis ef spennandi tilboð berst. Ekki hefur verið formlega tilkynnt um félagaskipti þeirra Grétars og Viðars en reikna má með að FH-ingar kynni þá til leiks hvað og hverju.