Þorri Stefán er uppalinn hjá Fram en hefur verið hjá FH frá árinu 2022. Hann er 16 ára gamall og hefur spilað einn leik í efstu deild. Þorri kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri FH gegn Fram í júní.
Fotbolti.net greinir frá þessu og segir að Þorri sé stór og hraustur örfættur miðvörður sem hefur einnig spilað í vinstri bakverði í yngri landsliðum.
Þorri skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við Lyngby og mun reyna að berjast um að komast í aðallið Lyngby.
Á síðasta ári skoraði Þorri Stefán tvö mörk beint úr aukaspyrnu í sama leiknum með sautján ára landsliði Íslands gegn Lúxemborg.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og fyrir eru Íslendingarnir, Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Alfreð Finnbogason.