Innlent

Göngin opin aftur eftir óhapp

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hvalfjarðargöngin eru lokuð, að minnsta um stund.
Hvalfjarðargöngin eru lokuð, að minnsta um stund. Vísir/Vilhelm

Hval­fjarðar­göng voru lokuð  í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur.

Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu frá Vega­gerðinni.

Að sögn vegfaranda sem hafði samband við Vísi virðist um árekstur hafa verið að ræða. Hann virtist ekki hafa verið alvarlegur að sögn vegfarandans sem varð að eigin sögn að sneiða framhjá rúllandi dekki sem kom á móti honum í göngunum.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki um alvarlegt slys að ræða. Einn verður fluttur í skoðun á heilsugæsluna á Akranesi.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×