Nýjasti leikmaður Keflavíkur Melanie Claire Rendeiro skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 33. mínútu. Þetta var aðeins annar leikur hennar fyrir félagið.
Staðan var 1-0 í hálfleik
Sædís Rún Heiðarsdóttir jafnaði metin fyrir Stjörnuna þegar tæplega tuttugu og sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik með laglegu marki.
Fleiri urðu mörkin ekki og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
Þetta var ansi mikilvægt stig fyrir Keflavík í botn baráttunni en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð áður en Stjarnan kom í heimsókn. Eftir úrslit kvöldsins hefur Stjarnan tapað einum af síðustu fimm leikjum.
Næsti leikur Keflavíkur er fimmtudaginn 10. ágúst gegn FH klukkan 19:15. Það er lengra í næsta leik Stjörnunnar en hann er 16. ágúst gegn Breiðabliki.