Góða skemmtun gera skal Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:00 Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar