Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2023 16:01 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. Trump lýsti yfir sakleysi í gær en hann og lögmenn hans hafa sagt að tjáningarfrelsi hans leyfi honum að segja ósatt um kosningarnar. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. Þá segja þeir að Trump hafi klárlega vitað að hann væri að dreifa lygum um að kosningasvindl hefði átt sér stað, enda hafi hans helstu ráðgjafar, ráðherrar, dómsmálaráðuneytið og aðrir sagt honum að svo væri. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Trump er langlíklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna og fer hann þá aftur fram gegn Joe Biden, núverandi forseta. Hér má sjá Trump ræða við blaðamenn í Washington DC í gær. Hann hefur farið hörðum orðum um borgina og segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum þar sem íbúum sé illa við hann. Hlakkar í Demókrötum Tilhugsunin um að Trump ætli að verja kosningabaráttunni í að endursegja ósannindi sín um síðustu kosningar heillar Demókrata mjög og veldur óróa meðal Repúblikana. Í samtali við Washington Post segja sérfræðingar á báðum vængjum stjórnmála vestanhafs að haldi Trump áfram að ljúga um kosningarnar, muni það koma niður á Repúblikönum í kosningunum. Auk þess að kjósa sér forseta, munu kjósendur í Bandaríkjunum einnig velja sér þingmenn, þriðjung öldungadeildarþingmanna og ríkisstjóra í nóvember á næsta ári. Áhersla frambjóðenda Repúblikanaflokksins á kosningarnar 2020 í kosningabaráttunni 2022 er talin hafa komið töluvert niður á flokknum í þinkosningunum í fyrra. Þá vísar WP í ummæli ráðgjafa innan beggja flokka sem hafa sagt að þessi umræða muni reynast Repúblikönum erfið. Demókratar telja að þetta muni nýtast þeim sérstaklega vel meðal kjósenda sem flakka milli flokka, þeim sé heilt yfir annt um lýðræðið. Vilja beita stefnum til að rýna í kosningarnar John Lauro, lögmaður Trumps, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að réttarhöldin gegn Trump veittu honum tækifæri sem hann hefði ekki haft áður. Nú væri hægt að beita stefnum til að rýna betur í kosningarnar 2020. Trump og bandamenn hans hafa höfðað tuga dómsmála vegna kosninganna. Þeir hafa tapað þeim öllum eða þau hafa verið felld niður af dómurum vegna skorts á sönnunargögnum. Rannsóknir hafa síðan ekki sýnt fram á neins konar kosningasvindl sem gæti hafa kostað Trump sigur. Saksóknarar segja Trump hafa verið full meðvitaðan um að svindl hefði ekki kostað hann sigur þegar hann laug því ítrekað. Má ekki ræða málið við vitni Dómarinn sem er með málið gegn Trump á sínum höndum skipaði honum að ræða málið ekki við vitni án þess að lögmenn væru viðstaddir. Það gæti reynst Trump erfitt þar sem möguleg vitni í málinu eru fjölmörg og margir úr hans innsta hring koma að því. Jack Smith, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, virðist hafa byggt mál sitt að miklu leyti á rannsókn þingnefndar sem hafði árásina á þinghús Bandaríkjanna til rannsóknar. Við þá rannsókn var rætt við fleiri en þúsund manns og þar á meðal voru nánustu ráðgjafar Trumps og börn hans. Í frétt AP fréttaveitunnar segir mögulegt að Trump sé þegar að ræða málið fyrir framan vitni. Þegar hann fór til Washington DC í gær var hann í fylgt tveggja manna sem tengjast málinu. Annar þeirra er Jason Miller, sem var mikið rætt við vegna rannsóknar þingsins, og hinn er Boris Epshteyn, ráðgjafi Trumps til langs tíma. Í ákærunni er vístað til Epshteyn, þó hann sé ekki nafngreindur, þar sem hann er einn af þeim sem aðstoðuðu Trump við að reyna að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í nokkrum ríkjum, með því markmiði að snúa úrslitum forsetakosninganna. Eftir að Trump var ákærður fyrir að taka með sér opinber skjöl úr Hvíta húsinu, þar á meðal leynileg gögn, og neitaði að skila þeim, ræddu lögmenn Trumps og dómari málsins hvort hann mætti ræða málið við Walt Nauta. Sá er aðstoðarmaður Trumps og fylgir honum um hvert fótmál en hann hefur einnig verið ákærður með Trump. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Trump lýsti yfir sakleysi í gær en hann og lögmenn hans hafa sagt að tjáningarfrelsi hans leyfi honum að segja ósatt um kosningarnar. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. Þá segja þeir að Trump hafi klárlega vitað að hann væri að dreifa lygum um að kosningasvindl hefði átt sér stað, enda hafi hans helstu ráðgjafar, ráðherrar, dómsmálaráðuneytið og aðrir sagt honum að svo væri. Sjá einnig: Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Trump er langlíklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna og fer hann þá aftur fram gegn Joe Biden, núverandi forseta. Hér má sjá Trump ræða við blaðamenn í Washington DC í gær. Hann hefur farið hörðum orðum um borgina og segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum þar sem íbúum sé illa við hann. Hlakkar í Demókrötum Tilhugsunin um að Trump ætli að verja kosningabaráttunni í að endursegja ósannindi sín um síðustu kosningar heillar Demókrata mjög og veldur óróa meðal Repúblikana. Í samtali við Washington Post segja sérfræðingar á báðum vængjum stjórnmála vestanhafs að haldi Trump áfram að ljúga um kosningarnar, muni það koma niður á Repúblikönum í kosningunum. Auk þess að kjósa sér forseta, munu kjósendur í Bandaríkjunum einnig velja sér þingmenn, þriðjung öldungadeildarþingmanna og ríkisstjóra í nóvember á næsta ári. Áhersla frambjóðenda Repúblikanaflokksins á kosningarnar 2020 í kosningabaráttunni 2022 er talin hafa komið töluvert niður á flokknum í þinkosningunum í fyrra. Þá vísar WP í ummæli ráðgjafa innan beggja flokka sem hafa sagt að þessi umræða muni reynast Repúblikönum erfið. Demókratar telja að þetta muni nýtast þeim sérstaklega vel meðal kjósenda sem flakka milli flokka, þeim sé heilt yfir annt um lýðræðið. Vilja beita stefnum til að rýna í kosningarnar John Lauro, lögmaður Trumps, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að réttarhöldin gegn Trump veittu honum tækifæri sem hann hefði ekki haft áður. Nú væri hægt að beita stefnum til að rýna betur í kosningarnar 2020. Trump og bandamenn hans hafa höfðað tuga dómsmála vegna kosninganna. Þeir hafa tapað þeim öllum eða þau hafa verið felld niður af dómurum vegna skorts á sönnunargögnum. Rannsóknir hafa síðan ekki sýnt fram á neins konar kosningasvindl sem gæti hafa kostað Trump sigur. Saksóknarar segja Trump hafa verið full meðvitaðan um að svindl hefði ekki kostað hann sigur þegar hann laug því ítrekað. Má ekki ræða málið við vitni Dómarinn sem er með málið gegn Trump á sínum höndum skipaði honum að ræða málið ekki við vitni án þess að lögmenn væru viðstaddir. Það gæti reynst Trump erfitt þar sem möguleg vitni í málinu eru fjölmörg og margir úr hans innsta hring koma að því. Jack Smith, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, virðist hafa byggt mál sitt að miklu leyti á rannsókn þingnefndar sem hafði árásina á þinghús Bandaríkjanna til rannsóknar. Við þá rannsókn var rætt við fleiri en þúsund manns og þar á meðal voru nánustu ráðgjafar Trumps og börn hans. Í frétt AP fréttaveitunnar segir mögulegt að Trump sé þegar að ræða málið fyrir framan vitni. Þegar hann fór til Washington DC í gær var hann í fylgt tveggja manna sem tengjast málinu. Annar þeirra er Jason Miller, sem var mikið rætt við vegna rannsóknar þingsins, og hinn er Boris Epshteyn, ráðgjafi Trumps til langs tíma. Í ákærunni er vístað til Epshteyn, þó hann sé ekki nafngreindur, þar sem hann er einn af þeim sem aðstoðuðu Trump við að reyna að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í nokkrum ríkjum, með því markmiði að snúa úrslitum forsetakosninganna. Eftir að Trump var ákærður fyrir að taka með sér opinber skjöl úr Hvíta húsinu, þar á meðal leynileg gögn, og neitaði að skila þeim, ræddu lögmenn Trumps og dómari málsins hvort hann mætti ræða málið við Walt Nauta. Sá er aðstoðarmaður Trumps og fylgir honum um hvert fótmál en hann hefur einnig verið ákærður með Trump.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47 Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38 Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður í fjórum liðum vegna tilrauna sinna til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. 1. ágúst 2023 22:47
Bað eigin sjóð um sextíu milljóna endurgreiðslu Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. 31. júlí 2023 08:38
Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46