„Ögrun við tungumálið okkar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 5. ágúst 2023 09:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, hefur mjög sterka skoðun þegar kemur að merkingum, íslenskan eigi að koma fyrst. Vísir/Vilhelm Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra segir að allar merkingar eigi fyrst að vera á íslensku. Það hafi til að mynda verið ögrun við íslenska tungu þegar Isavia setti upp skilti sem voru fyrst á ensku. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi mjög sterka skoðun á því þegar íslenska er ekki notuð fyrst í merkingum hér á landi. „Þar erum við farin út af sporinu.“ Reglulega vekja merkingar á ensku athygli netverja sem bölva og gagnrýna fyrirtæki og stofnanir fyrir að setja íslenskuna ekki í fyrsta sæti. Enskan hefur orðið mun algengari í merkingum og auglýsingum hér á landi síðan ferðaþjónustan fór að verða ein af helstu atvinnugreinum landsins. Árið 2016 fjallaði Vísir um hvernig flestallar merkingar í miðbænum væru á ensku. Síðan þá hefur reglulega verið vakin athygli á því þegar auglýsingar og vörur eru ekki á íslensku. „Það eiga allar merkingar að vera fyrst á íslensku,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan fari út af sporinu þegar hún notar ekki íslensku fyrst. Til að mynda vekur hún athygli á því þegar sett voru upp skilti á Keflavíkurflugvelli sem voru fyrst á ensku og svo á íslensku. „Isavia hefur sagst ætla að breyta skiltunum sínum en það voru mikil mistök hjá þeim að setja upp skilti fyrst á ensku og ögrun við tungumálið okkar.“ Lilja segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Með tillögunni eigi að leggja mun meiri áhersu á tungumálið. „Annars vegar fyrir þá innflytjendur sem búa hér, þar sem við erum að setja meiri skyldur á þau að læra íslensku. Hins vegar að íslenskan sé miklu sýnilegri en hún hefur verið og við erum að fara í samstarf við ferðaþjónustuna og atvinnulífið um að tekin verði mun ákveðnari skref til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði og gera hana sýnilegri.“ Íslensk tunga Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi mjög sterka skoðun á því þegar íslenska er ekki notuð fyrst í merkingum hér á landi. „Þar erum við farin út af sporinu.“ Reglulega vekja merkingar á ensku athygli netverja sem bölva og gagnrýna fyrirtæki og stofnanir fyrir að setja íslenskuna ekki í fyrsta sæti. Enskan hefur orðið mun algengari í merkingum og auglýsingum hér á landi síðan ferðaþjónustan fór að verða ein af helstu atvinnugreinum landsins. Árið 2016 fjallaði Vísir um hvernig flestallar merkingar í miðbænum væru á ensku. Síðan þá hefur reglulega verið vakin athygli á því þegar auglýsingar og vörur eru ekki á íslensku. „Það eiga allar merkingar að vera fyrst á íslensku,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan fari út af sporinu þegar hún notar ekki íslensku fyrst. Til að mynda vekur hún athygli á því þegar sett voru upp skilti á Keflavíkurflugvelli sem voru fyrst á ensku og svo á íslensku. „Isavia hefur sagst ætla að breyta skiltunum sínum en það voru mikil mistök hjá þeim að setja upp skilti fyrst á ensku og ögrun við tungumálið okkar.“ Lilja segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Með tillögunni eigi að leggja mun meiri áhersu á tungumálið. „Annars vegar fyrir þá innflytjendur sem búa hér, þar sem við erum að setja meiri skyldur á þau að læra íslensku. Hins vegar að íslenskan sé miklu sýnilegri en hún hefur verið og við erum að fara í samstarf við ferðaþjónustuna og atvinnulífið um að tekin verði mun ákveðnari skref til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði og gera hana sýnilegri.“
Íslensk tunga Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira