„Þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir jafn mikilvægt fyrir fatlað fólk og ófatlað að halda rútínu, mæta til vinnu og hafa tilgang í lífinu. Vísir/Arnar Forstöðumaður Áss, vinnustofu fatlaðs fólks, segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem launagreiðslur félagsins hafa hlotið. Mikilvægt sé að skoða málið í stærra samhengi og stóra spurningin sé hver eigi að borga launin. Fatlaður maður fékk greiddar 120 krónur á tímann. Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira