Fótbolti

Man. Utd hristi Lens af sér í síðari hálfleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Man. Utd fagna í dag.
Leikmenn Man. Utd fagna í dag. vísir/getty

Manchester United leit vel út í æfingaleik liðsins gegn franska liðinu Lens á Old Trafford í dag. Eftir að hafa verið undir í hálfleik hrökk Man. Utd í gang og vann sannfærandi, 3-1.

Lens komst yfir í fyrri hálfleik og það getur liðið þakkað Diogo Dalot, varnarmanni Man. Utd. Hann gaf skelfilega þversendingu við miðlínu. Florian Sotoca stal boltanum, var fljótur að hugsa og setti boltann yfir Andre Onana nánast frá miðju.

Það var lítið búið af síðari hálfleik er Marcus Rashford jafnaði metin. Antony kom United svo í 2-1 skömmu síðar. Casemiro kláraði svo dæmið á 59. mínútu. Þrjú mörk á ellefu mínútna kafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×