Spáir stjórnarslitum á aðventunni Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 14:36 Oddný Harðardóttir telur Samfylkinguna græða á ríkisstjórnarsamstarfinu. Stöð 2/Egill Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu. Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39
Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32
Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent