Samkvæmt heimildum ESPN þá hafnaði Arsenal tilboði frá franska félaginu Mónakó og er sagt vilja frá 58 milljónir punda fyrir leikmanninn eða meira en 9,7 milljarða íslenskra króna.
Ítalska félagið Internazionale hefur einnig áhuga á Balogun sem sló í gegn í frönsku deildinni á síðustu leiktíð. Hann sjálfur er sagður hafa mestan áhuga á að fara til ítalska stórliðsins en forráðamenn Inter hafa ekki efni á því að borga svona mikið.
Folarin Balogun keen on move to Inter, but #AFC will have to drop price. Inter hoping for a total package of under 40m. Arsenal want 50-55m. Inter need a reduction but are cautiously optimistic Arsenal will come down. Inter's budget basically the same as for Romelu Lukaku. pic.twitter.com/I5ICcfyDC0
— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 4, 2023
Hinn 22 ára gamli Balogun skoraði 21 mark í 34 leikjum með Reims á síðasta tímabili.
Balogun er uppalinn hjá Arsenal og kom til félagsins fyrst árið 2008 þegar hann var aðeins sjö ára gamall.
Það sem vekur mesta athygli er að Arsenal skuli ekki gefa honum tækifæri og ekki einu sinni þótt að Gabriel Jesus sé meiddur og verði frá fyrstu vikur tímabilsins.
Kai Havertz og Eddie Nketiah eru framar í goggunarröðinni í framherjastöðu liðsins og Balogun kemst ekki einu sinni í leikmannahópinn.
Balogun á tvö ár eftir af samningi sínum en hefur verið lánaður til Middlesbrough og Reims undanfarin tvö tímabil. Hann lýsti því yfir í sumar að hann færi ekki aftur frá félaginu á láni og verður því væntanlega seldur.
Arsenal are reluctant to let Folarin Balogun leave for any less than their valuation of £50million.
— now.arsenal (@now_arsenaI) August 1, 2023
Inter Milan can t afford him but more teams are expected to arrive with bids soon. Arsenal remain confident they will get close to what they want. pic.twitter.com/2YCDcrozJd