Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi þar sem Liverpool sækir Chelsea heim á Stamford Bridge.
Liverpool hefur raðað inn mörkum á undirbúningstímabilinu en fengið líka mörg mörk á sig líka.
Mohamed Salah og Diogo Jota skoruðu tvö fyrstu mörk Liverpool í gær áður en Þjóðverjarnir minnkuðu muninn.
Þriðja markið kom síðan í seinni hálfleiknum. Nýi maðurinn Dominik Szoboszlai átti þá hornspyrnu á nærstöngina þar sem Luis Díaz losaði sig frá varnarmanni og skoraði með laglegri háloftahælspyrnu eins og sjá má hér fyrir neðan.
Díaz skoraði þrjú mörk á undirbúningstímabilinu þar af mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.
Miklar væntingar eru bundnar við Díaz sem missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.