Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 12:09 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst ekki á blikuna í Níger þar sem Rússar virðast ætla að nýta sér upplausinina til þess að seilast til áhrifa. AP/Bebeto Matthews Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu. Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu.
Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00
„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58