Rúmfatalagerinn verður JYSK Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 09:58 Rúmfatalagerinn mun heyra sögunni til frá og með lokum september. Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins, að með því að taka upp JYSK nafnið sé vegferð búðarinnar sem hún hefur verið í undanfarin ár styrkt enn frekar. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. „Nafnbreytingin er vissulega stór áskorun og örugglega ekki óumdeild hjá einhverjum, en við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við JYSK sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Látið af notkun nafnsins Sengetøjslager annars staðar JYSK var stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu JYSK Sengetøjslager og Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við JYSK. Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli, að því er segir í tilkynningunni. „Þær breytingar sem við höfum staðið í á verslunum okkar á síðustu árum hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Fyrir mér er þetta augljóst næsta skref í þróun Rúmfatalagersins. JYSK er einstakt fyrirtæki og samband okkar við JYSK gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar þau frábæru verð sem við getum boðið. Það er okkur mikill styrkur að vera partur af eins stórri keðju. Með þessu erum við að leggja lokahönd á að byggja upp nýja ímynd og leggja grunninn að fyrirtækjamenningu sem við höfum trú á að muni reynast fyrirtækinu og viðskiptavinum þess farsæl til framtíðar,“ segir Þórarinn Ólafsson, forstjóri Lagerinn Iceland, móðurfélags Rúmfatalagersins í tilkynningunni. Samhliða nafnbreytingunni úr Rúmfatalagerinn í JYSK, verður verslun fyrirtækisins á Smáratorgi opnuð í nýrri mynd. Með því hafa fjórar af sjö verslunum félagsins verið endurnýjaðar og verður þeim sem eftir standa breytt á næstu misserum. Verslun Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins, að með því að taka upp JYSK nafnið sé vegferð búðarinnar sem hún hefur verið í undanfarin ár styrkt enn frekar. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. „Nafnbreytingin er vissulega stór áskorun og örugglega ekki óumdeild hjá einhverjum, en við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við JYSK sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Látið af notkun nafnsins Sengetøjslager annars staðar JYSK var stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu JYSK Sengetøjslager og Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við JYSK. Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli, að því er segir í tilkynningunni. „Þær breytingar sem við höfum staðið í á verslunum okkar á síðustu árum hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Fyrir mér er þetta augljóst næsta skref í þróun Rúmfatalagersins. JYSK er einstakt fyrirtæki og samband okkar við JYSK gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar þau frábæru verð sem við getum boðið. Það er okkur mikill styrkur að vera partur af eins stórri keðju. Með þessu erum við að leggja lokahönd á að byggja upp nýja ímynd og leggja grunninn að fyrirtækjamenningu sem við höfum trú á að muni reynast fyrirtækinu og viðskiptavinum þess farsæl til framtíðar,“ segir Þórarinn Ólafsson, forstjóri Lagerinn Iceland, móðurfélags Rúmfatalagersins í tilkynningunni. Samhliða nafnbreytingunni úr Rúmfatalagerinn í JYSK, verður verslun fyrirtækisins á Smáratorgi opnuð í nýrri mynd. Með því hafa fjórar af sjö verslunum félagsins verið endurnýjaðar og verður þeim sem eftir standa breytt á næstu misserum.
Verslun Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira