Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:00 Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Fjölmenning Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun