Panathinaikos-menn sóttu svo til án afláts í leiknum en náðu þó aðeins að setja eitt skot af fjórtán á rammann. Tæpara mátti það ekki standa en sigurmarkið kom á 83. mínútu. Var þar að verki vara- og Brasilíumaðurinn Bernard.
Hörður Björgvin átti nokkuð náðugan dag í öfustu línu en Marseille kom aðeins fjórum skotum á markið, þá sjaldan sem þeir héldu boltanum nógu lengi til að byggja upp álitlegar sóknir.
Seinni leikur liðanna fer fram í Frakklandi þriðjudaginn 15. ágúst.