„Þetta eru tvö lið sem bera virðingu hvort fyrir öðru“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2023 22:00 Kristján á hliðarlínunni fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í 1-1 jafntefli þeirra gegn Val. En hann gaf dómara leiksins einnig mikið hrós fyrir sína frammistöðu „Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti