Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:31 John Andrews tók við liði Víkings haustið 2019 og var auðvitað kamkapátur eftir að hafa stýrt því alla leið í bikarúrslitaleikinn, með sigri á FH í undanúrslitum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. John er Íri sem búið hefur á Íslandi í fimmtán ár og þjálfað kvennalið Aftureldingar, Völsungs og svo Víkings frá árinu 2019. Hann er á góðri leið með að stýra Víkingum upp úr Lengjudeildinni og í Bestu deildina, og á sama tíma er liðið búið að slá út FH og Selfoss í Mjólkurbikarnum til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. „Við erum með frábæra gulrót til að elta í því sem Arnar [Gunnlaugsson] og karlalið Víkings hafa verið að gera. Þeir hafa verið ótrúlegir þessi 4-5 ár síðan ég kom hingað. Við höfum því litið til þeirra og sagt að við viljum komast á sama stað með kvennaliðið. Við höfum nálgast lokatakmarkið um að komast í Bestu deildina og þessi úrslitaleikur er önnur varða á þeirri leið. Við lítum bara á þetta sem skref á þessari vegferð,“ sagði John. Klippa: Þjálfarinn um fyrsta úrslitaleik Víkingskvenna „Kannski mjólkurglas“ Hann var laufléttur í bragði þegar hann ræddi við fjölmiðla á Laugardalsvelli í gær og glotti aðspurður hvernig hann myndi eiginlega fagna bikarmeistaratitli, ef svo færi að „Davíð“ legði „Golíat“ að velli á morgun. „Mamma mín og bróðir eru að koma í heimsókn svo ég þarf að drífa mig að þrífa húsið því ef það er drasl þegar mamma kemur þá drepur hún mig. En við mætum svo Aftureldingu 17. ágúst svo við getum nú ekki fagnað neitt of mikið. Kannski mjólkurglas. Við sjáum til. Við gerum alla vega okkar besta til að vinna leikinn,“ sagði John. Mikilvæg skilaboð frá meistaraflokki kvenna fyrir föstudaginn! https://t.co/DpZtlweqxW pic.twitter.com/JvCWnD5crz— Víkingur (@vikingurfc) August 9, 2023 Hann fagnar því að hafa haft nóg að gera með Víkingsliðinu í Lengjudeildinni undanfarið, til að dreifa huganum frá bikarævintýrinu mikla eftir að hafa unnið þar tvö lið úr Bestu deildinni. Verið hljóðari síðustu vikur „Ég hef reynt að vera aðeins hljóðari síðustu vikur því við hefðum alveg getað misst okkur aðeins eftir sigurinn gegn FH [í undanúrslitum]. Það var mitt hlutverk að róa leikmenn og starfsmenn niður, og byggja okkur svo aftur upp fyrir föstudaginn. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta í þessum leik, og þegar við erum upp á okkar besta getum við veitt öllum keppni, þar á meðal Breiðabliki. Vonandi verðum við tilbúin og á fullri ferð,“ sagði John. Víkingskonur fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum eftir sigurinn á FH sem tryggði þeim sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina í síðustu viku og unnu svo 4-0 stórsigur gegn Augnabliki á Kópavogsvelli á mánudaginn, þar sem verðandi mótherjar þeirra í bikarúrslitaleiknum fylgdust með. „Í síðasta leik fyrir úrslitaleik þá eru leikmenn alltaf stressaðir, en svo stöndum við okkur svona! Þetta veldur mér hausverk því það voru allar frábærar í þessum leik. Núna þurfum við að velja liðið en það verður í góðu lagi með okkur,“ sagði John. Sama fólkið, æfingar og matur John segir að varðandi undirbúning fyrir leikinn á morgun verði í engu brugðið út af vananum. „Ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem þjálfari og sem leikmaður. Stöðugleiki er besta leiðin til að takast á við þá. Sama fólkið, sömu æfingarnar, sami undirbúningur, sami matur… Þetta er bara stærri leikvangur. Þessir leikmenn eru búnir að vera svo góðir síðustu þrjú ár að þetta mun ekki gera þá órólega en við verðum að halda okkur í góðu jafnvægi. Við erum tilbúin og verðum tilbúin þegar leikurinn hefst.“ Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. 9. ágúst 2023 22:57 Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. 30. júní 2023 22:11 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 30. júní 2023 21:34 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
John er Íri sem búið hefur á Íslandi í fimmtán ár og þjálfað kvennalið Aftureldingar, Völsungs og svo Víkings frá árinu 2019. Hann er á góðri leið með að stýra Víkingum upp úr Lengjudeildinni og í Bestu deildina, og á sama tíma er liðið búið að slá út FH og Selfoss í Mjólkurbikarnum til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. „Við erum með frábæra gulrót til að elta í því sem Arnar [Gunnlaugsson] og karlalið Víkings hafa verið að gera. Þeir hafa verið ótrúlegir þessi 4-5 ár síðan ég kom hingað. Við höfum því litið til þeirra og sagt að við viljum komast á sama stað með kvennaliðið. Við höfum nálgast lokatakmarkið um að komast í Bestu deildina og þessi úrslitaleikur er önnur varða á þeirri leið. Við lítum bara á þetta sem skref á þessari vegferð,“ sagði John. Klippa: Þjálfarinn um fyrsta úrslitaleik Víkingskvenna „Kannski mjólkurglas“ Hann var laufléttur í bragði þegar hann ræddi við fjölmiðla á Laugardalsvelli í gær og glotti aðspurður hvernig hann myndi eiginlega fagna bikarmeistaratitli, ef svo færi að „Davíð“ legði „Golíat“ að velli á morgun. „Mamma mín og bróðir eru að koma í heimsókn svo ég þarf að drífa mig að þrífa húsið því ef það er drasl þegar mamma kemur þá drepur hún mig. En við mætum svo Aftureldingu 17. ágúst svo við getum nú ekki fagnað neitt of mikið. Kannski mjólkurglas. Við sjáum til. Við gerum alla vega okkar besta til að vinna leikinn,“ sagði John. Mikilvæg skilaboð frá meistaraflokki kvenna fyrir föstudaginn! https://t.co/DpZtlweqxW pic.twitter.com/JvCWnD5crz— Víkingur (@vikingurfc) August 9, 2023 Hann fagnar því að hafa haft nóg að gera með Víkingsliðinu í Lengjudeildinni undanfarið, til að dreifa huganum frá bikarævintýrinu mikla eftir að hafa unnið þar tvö lið úr Bestu deildinni. Verið hljóðari síðustu vikur „Ég hef reynt að vera aðeins hljóðari síðustu vikur því við hefðum alveg getað misst okkur aðeins eftir sigurinn gegn FH [í undanúrslitum]. Það var mitt hlutverk að róa leikmenn og starfsmenn niður, og byggja okkur svo aftur upp fyrir föstudaginn. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta í þessum leik, og þegar við erum upp á okkar besta getum við veitt öllum keppni, þar á meðal Breiðabliki. Vonandi verðum við tilbúin og á fullri ferð,“ sagði John. Víkingskonur fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum eftir sigurinn á FH sem tryggði þeim sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina í síðustu viku og unnu svo 4-0 stórsigur gegn Augnabliki á Kópavogsvelli á mánudaginn, þar sem verðandi mótherjar þeirra í bikarúrslitaleiknum fylgdust með. „Í síðasta leik fyrir úrslitaleik þá eru leikmenn alltaf stressaðir, en svo stöndum við okkur svona! Þetta veldur mér hausverk því það voru allar frábærar í þessum leik. Núna þurfum við að velja liðið en það verður í góðu lagi með okkur,“ sagði John. Sama fólkið, æfingar og matur John segir að varðandi undirbúning fyrir leikinn á morgun verði í engu brugðið út af vananum. „Ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem þjálfari og sem leikmaður. Stöðugleiki er besta leiðin til að takast á við þá. Sama fólkið, sömu æfingarnar, sami undirbúningur, sami matur… Þetta er bara stærri leikvangur. Þessir leikmenn eru búnir að vera svo góðir síðustu þrjú ár að þetta mun ekki gera þá órólega en við verðum að halda okkur í góðu jafnvægi. Við erum tilbúin og verðum tilbúin þegar leikurinn hefst.“ Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. 9. ágúst 2023 22:57 Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. 30. júní 2023 22:11 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 30. júní 2023 21:34 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna. 9. ágúst 2023 22:57
Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“ „Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn. 30. júní 2023 22:11
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. 30. júní 2023 21:34
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn