Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Jón segir í samtali við blaðið að um sé að ræða hóp fjárfesta víðsvegar í heiminum og að viðræður hafi staðið yfir frá 2019. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er.
Að sögn Jóns jókst sala á vörum Icelandic Water Holdings um 20 til 30 prósent á fyrri hluta þessa árs. Hann segir stefnt að því að auka söluna um 50 prósent á ári næstu árin og gerir ráð fyrir að umsvif fyrirtækisins muni aukast til muna.
Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að Jack Ma, stofnandi sölusíðunnar Alibaba, eigi aðkomu að viðskiptunum.