Kynbundinn launamunur kom framkvæmdastjóranum á óvart Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2023 14:01 Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Rauði krossinn hefði gerst sekur um kynbundinn launamun gagnvart konu sem starfaði sem talsmaður hælisleitenda. Heimildir herma að það hafi gerst í fleiri tilvikum. Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins. Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins.
Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira