Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 16:30 Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar