Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 6-1 | Sex mörk og átta stiga forysta Andri Már Eggertsson skrifar 13. ágúst 2023 18:30 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingur er með átta stiga forskot á toppi Bestu deildar karla eftir afar öruggan 6-1 sigur á HK í Víkinni í kvöld. Heimamenn sem skörtuðu nýjum búningum byrjuðu af krafti. Víkingur gerði sex breytingar frá síðasta leik og orkumiklir Víkingar settu HK í vandræði strax í upphafi leiks. Víkingur braut síðan ísinn á 10. mínútu þegar Viktor Örlygur Andrason fékk að labba með boltann inn í vítateig HK áður en hann vippaði boltanum fyrir markið þar sem Gunnar Vatnhamar skallaði boltann af stuttu færi. Besta færi HK kom um miðjan fyrri hálfleik þegar Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, lét sólina trufla sig og endaði á að kýla fyrirgjöf sem fór beint á hann í átt að Hassan Jalloh sem átti marktilraun en Ingvar varði. Danijel Dejan Djuric bætti við öðru marki Víkings þegar Eiður Atli kastaði boltanum beint á Gísla Gottskálk sem gaf á Danijel sem átti þrumuskot fyrir utan teig sem Arnar átti ekki möguleika á að verja. Víkingur fékk sjö hornspyrnur og þær voru allar stórhættulegar. Þriðja mark Víkings kom á 38. mínútu þegar Logi teiknaði boltann beint á Gunnar sem stýrði boltanum á markið og gerði sitt annað mark. Tveimur mínútum síðar fékk Víkingur annað horn þar sem Arnar Freyr kýldi fyrirgjöf Loga út í teiginn þar var Helgi Guðjónsson sem náði að koma boltanum framhjá þremur HK-ingum sem voru nánast allir á sama blettinum. Víkingur var 4-0 yfir í hálfleik Bæði lið gerðu breytingar í hálfleik með næsta leik í huga enda réðust úrslit leiksins í fyrri hálfleik. Oliver Ekroth fór af velli og hjá HK fór Arnþór Ari og Atli Arnarsson af velli en þeir voru báðir gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. Víkingur hélt áfram að ógna marki HK í síðari hálfleik og Gunnar Vatnhamar ætlaði að klára þrennuna og fékk færi til þess en náði ekki að nýta þau. Heimamenn bættu síðan við fimmta markinu þegar Logi Tómasson átti fyrirgjöf þar sem Birkir Valur reyndi að koma boltanum frá en varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Brynjar Snær Pálsson skoraði flottasta mark leiksins þegar hann minnkaði muninn í 5-1. Brynjar tók boltann á lofti þar sem hann átti eina snertingu og þrumaði knettinum síðan í markið og Ingvar átti ekki möguleika. Nikolaj Andreas Hansen gerði síðan síðasta mark leiksins þegar Erlingur Agnarsson átti laglega fyrirgjöf beint í svæðið sem Hansen var í sem kláraði færið og gerði sitt níunda mark í Bestu-deildinni. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 6-1 sigur Víkings. Af hverju vann Víkingur? Toppliðið byrjaði af miklum krafti og byrjaði að banka á dyrnar strax í upphafi sem skilaði marki eftir tíu mínútur. Víkingur nýtti sér mistök HK og leikurinn var búinn í hálfleik þar sem heimamenn voru 4-0 yfir. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Vatnhamar var líflegur á báðum endum vallarins. Gunnar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var nálægt því að skora sitt þriðja mark í seinni hálfleik. Hornspyrnur Víkings voru ansi hættulegar sérstaklega þegar Logi Tómasson tók þær. Þriðja og fjórða mark Víkings kom eftir hornspyrnur sem Logi tók. Hvað gekk illa? HK-ingar voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. Í fyrsta markinu fékk Viktor Örlygur mikinn tíma til að athafna sig í teignum áður en hann vippaði boltanum á Gunnar, í öðru markinu kastaði Eiður Atli boltanum beint á Gísla Gottskálk sem átti stoðsendingu, þriðja markið kom beint eftir hornspyrnu og fjórða líka en þá datt boltinn fyrir Helga Guðjónsson sem náði skoti í gegnum þrjá varnarmenn HK. Hvað gerist næst? Víkingur mætir KR í undanúrslitum bikarsins næsta miðvikudag klukkan 19:30. HK fær FH í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Ómar Ingi: Gáfum þeim fullt af tækifærum til þess að skora Ómar Ingi Guðmundsson var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét „Hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik var langt frá því að vera nógu gott. Við gáfum þeim tækifæri aftur og aftur til þess að skora hjá okkur. Við fengum á okkur tvö mörk gegn þeim á heimavelli upp úr hornspyrnu og við vorum búnir að ræða það fyrir leik.“ „Víkingur er sennilega hættulegasta liðið sem maður lendir í ef maður er að gefa boltann frá sér eftir innköst. Hornspyrnan kemur upp úr því að við afhendum þeim boltann og þeir fá færi.“ „Þetta var allt svona og hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn var ástæðan fyrir því að þetta kláraðist í hálfleik,“ sagði Ómari Ingi. Það gerðist minna í síðari hálfleik og Ómar tók undir það að seinni hálfleikur litaðist af því að bæði lið voru að hugsa um næstu leiki. „Það getur vel verið. Leikurinn var búinn en við ætluðum að reyna að vera með í seinni hálfleik sem mér fannst alveg ganga og strákarnir sem komu inn á stóðu sig vel en það var allt of seint,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík HK
Víkingur er með átta stiga forskot á toppi Bestu deildar karla eftir afar öruggan 6-1 sigur á HK í Víkinni í kvöld. Heimamenn sem skörtuðu nýjum búningum byrjuðu af krafti. Víkingur gerði sex breytingar frá síðasta leik og orkumiklir Víkingar settu HK í vandræði strax í upphafi leiks. Víkingur braut síðan ísinn á 10. mínútu þegar Viktor Örlygur Andrason fékk að labba með boltann inn í vítateig HK áður en hann vippaði boltanum fyrir markið þar sem Gunnar Vatnhamar skallaði boltann af stuttu færi. Besta færi HK kom um miðjan fyrri hálfleik þegar Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, lét sólina trufla sig og endaði á að kýla fyrirgjöf sem fór beint á hann í átt að Hassan Jalloh sem átti marktilraun en Ingvar varði. Danijel Dejan Djuric bætti við öðru marki Víkings þegar Eiður Atli kastaði boltanum beint á Gísla Gottskálk sem gaf á Danijel sem átti þrumuskot fyrir utan teig sem Arnar átti ekki möguleika á að verja. Víkingur fékk sjö hornspyrnur og þær voru allar stórhættulegar. Þriðja mark Víkings kom á 38. mínútu þegar Logi teiknaði boltann beint á Gunnar sem stýrði boltanum á markið og gerði sitt annað mark. Tveimur mínútum síðar fékk Víkingur annað horn þar sem Arnar Freyr kýldi fyrirgjöf Loga út í teiginn þar var Helgi Guðjónsson sem náði að koma boltanum framhjá þremur HK-ingum sem voru nánast allir á sama blettinum. Víkingur var 4-0 yfir í hálfleik Bæði lið gerðu breytingar í hálfleik með næsta leik í huga enda réðust úrslit leiksins í fyrri hálfleik. Oliver Ekroth fór af velli og hjá HK fór Arnþór Ari og Atli Arnarsson af velli en þeir voru báðir gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. Víkingur hélt áfram að ógna marki HK í síðari hálfleik og Gunnar Vatnhamar ætlaði að klára þrennuna og fékk færi til þess en náði ekki að nýta þau. Heimamenn bættu síðan við fimmta markinu þegar Logi Tómasson átti fyrirgjöf þar sem Birkir Valur reyndi að koma boltanum frá en varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Brynjar Snær Pálsson skoraði flottasta mark leiksins þegar hann minnkaði muninn í 5-1. Brynjar tók boltann á lofti þar sem hann átti eina snertingu og þrumaði knettinum síðan í markið og Ingvar átti ekki möguleika. Nikolaj Andreas Hansen gerði síðan síðasta mark leiksins þegar Erlingur Agnarsson átti laglega fyrirgjöf beint í svæðið sem Hansen var í sem kláraði færið og gerði sitt níunda mark í Bestu-deildinni. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 6-1 sigur Víkings. Af hverju vann Víkingur? Toppliðið byrjaði af miklum krafti og byrjaði að banka á dyrnar strax í upphafi sem skilaði marki eftir tíu mínútur. Víkingur nýtti sér mistök HK og leikurinn var búinn í hálfleik þar sem heimamenn voru 4-0 yfir. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Vatnhamar var líflegur á báðum endum vallarins. Gunnar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var nálægt því að skora sitt þriðja mark í seinni hálfleik. Hornspyrnur Víkings voru ansi hættulegar sérstaklega þegar Logi Tómasson tók þær. Þriðja og fjórða mark Víkings kom eftir hornspyrnur sem Logi tók. Hvað gekk illa? HK-ingar voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. Í fyrsta markinu fékk Viktor Örlygur mikinn tíma til að athafna sig í teignum áður en hann vippaði boltanum á Gunnar, í öðru markinu kastaði Eiður Atli boltanum beint á Gísla Gottskálk sem átti stoðsendingu, þriðja markið kom beint eftir hornspyrnu og fjórða líka en þá datt boltinn fyrir Helga Guðjónsson sem náði skoti í gegnum þrjá varnarmenn HK. Hvað gerist næst? Víkingur mætir KR í undanúrslitum bikarsins næsta miðvikudag klukkan 19:30. HK fær FH í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Ómar Ingi: Gáfum þeim fullt af tækifærum til þess að skora Ómar Ingi Guðmundsson var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét „Hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik var langt frá því að vera nógu gott. Við gáfum þeim tækifæri aftur og aftur til þess að skora hjá okkur. Við fengum á okkur tvö mörk gegn þeim á heimavelli upp úr hornspyrnu og við vorum búnir að ræða það fyrir leik.“ „Víkingur er sennilega hættulegasta liðið sem maður lendir í ef maður er að gefa boltann frá sér eftir innköst. Hornspyrnan kemur upp úr því að við afhendum þeim boltann og þeir fá færi.“ „Þetta var allt svona og hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn var ástæðan fyrir því að þetta kláraðist í hálfleik,“ sagði Ómari Ingi. Það gerðist minna í síðari hálfleik og Ómar tók undir það að seinni hálfleikur litaðist af því að bæði lið voru að hugsa um næstu leiki. „Það getur vel verið. Leikurinn var búinn en við ætluðum að reyna að vera með í seinni hálfleik sem mér fannst alveg ganga og strákarnir sem komu inn á stóðu sig vel en það var allt of seint,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti