„Ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. ágúst 2023 21:45 Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur Vísir/Hulda Margrét Nadía Atladóttir, leikmaður Víkings Reykjavíkur, var í skýjunum eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Nadía fór á kostum og skoraði tvö mörk. „Við héldum því sem við vorum búnar að gera í sumar. Við höfðum fulla trú á þessu og vera óhræddar. Við ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar,“ sagði Nadía Atladóttir eftir leik. Nadía braut ísinn á 1. mínútu og að hennar mati skipti miklu máli að eiga fyrsta höggið gegn Blikum. „Það skipti miklu máli að byrja vel og það hjálpaði okkur gríðarlega mikið og skipti miklu máli.“ Breiðablik jafnaði en Víkingur náði aftur forystunni rétt fyrir hálfleik með marki frá Nadíu sem var alveg eins og markið hennar á móti Augnabliki. „Ég skoraði alveg eins mark á móti Augnablik á mánudaginn og ég gerði nákvæmlega það sama gegn Breiðabliki.“ Nadía fór af velli fyrir Freyju Stefánsdóttur sem skoraði tæplega mínútu síðar og kláraði leikinn endanlega. „Ég var varla komin út af og Freyja komin inn á og búin að skora. Þetta var geggjað fyrir hana og okkur og þarna vorum við búnar að klára þetta.“ Nadía var afar ánægð með sigurinn og hlakkaði til að fá að fagna bikarmeistaratitlinum með sínu fólki. „Nú tekur við eitthvað húllumhæ hérna uppi og við ætlum að fagna þessu vel. Það er geðveikt og þvílíkur heiður að vera í þessu félagi. Það er öllu tjaldað til fyrir bæði meistaraflokk karla og kvenna. Það er þvílíkur metnaður í félaginu,“ sagði Nadía Atladóttir og bætti við að allir ættu að koma í Víking. Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Sjá meira
„Við héldum því sem við vorum búnar að gera í sumar. Við höfðum fulla trú á þessu og vera óhræddar. Við ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar,“ sagði Nadía Atladóttir eftir leik. Nadía braut ísinn á 1. mínútu og að hennar mati skipti miklu máli að eiga fyrsta höggið gegn Blikum. „Það skipti miklu máli að byrja vel og það hjálpaði okkur gríðarlega mikið og skipti miklu máli.“ Breiðablik jafnaði en Víkingur náði aftur forystunni rétt fyrir hálfleik með marki frá Nadíu sem var alveg eins og markið hennar á móti Augnabliki. „Ég skoraði alveg eins mark á móti Augnablik á mánudaginn og ég gerði nákvæmlega það sama gegn Breiðabliki.“ Nadía fór af velli fyrir Freyju Stefánsdóttur sem skoraði tæplega mínútu síðar og kláraði leikinn endanlega. „Ég var varla komin út af og Freyja komin inn á og búin að skora. Þetta var geggjað fyrir hana og okkur og þarna vorum við búnar að klára þetta.“ Nadía var afar ánægð með sigurinn og hlakkaði til að fá að fagna bikarmeistaratitlinum með sínu fólki. „Nú tekur við eitthvað húllumhæ hérna uppi og við ætlum að fagna þessu vel. Það er geðveikt og þvílíkur heiður að vera í þessu félagi. Það er öllu tjaldað til fyrir bæði meistaraflokk karla og kvenna. Það er þvílíkur metnaður í félaginu,“ sagði Nadía Atladóttir og bætti við að allir ættu að koma í Víking.
Mjólkurbikar kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Sjá meira