Ástralía í undanúrslit eftir dramatíska vítaspyrnukeppni Siggeir Ævarsson skrifar 12. ágúst 2023 10:12 4-liða úrslitin bíða þeirra. vísir/Getty Ástralía og Frakkland mættust í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í morgun þar sem Ástralía komst áfram eftir bráðabana og eru komnar í undanúrslit á HM í fyrsta sinn í sögunni. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var ótrúleg. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Á 100. mínútu komst Frakkland yfir eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Þetta var skrautleg sena því boltinn var augljóslega kominn útaf í meðförum Frakka áður en hornið var dæmt. Hornið fékk að standa og boltinn endaði í netinu eftir að heil hrúga af leikmönnum Ástrala flaug í jörðina í teignum og boltinn skoppaði inn af þvögunni en dómari leiksins dæmdi brot á Wendie Renard sem virtist þó vera algjör draugasnerting. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem boðið var upp á mikla dramatík. Rétt fyrir leikslok ákvað Hervé Renard þjálfari Frakka að finna sinn innri Louis Van Gaal og setti varamarkvörð sinn, Solene Durand, inn á. Það bar heldur betur árangur en Durand varði tvær vítaspyrnur. Bæði lið brenndu af sitthvorri spyrnunni úr fyrstu fimm og því var gripið til bráðabana. Þar fékk markvörðurinn Mackenzie Arnold gullið tækifæri til að verða hetja heimakvenna. Fyrst varði hún víti og fór svo sjálf á punktinn en skaut í stöngina. Hennar þætti var þó ekki lokið en hún varð 9. spyrnu Frakka tvisvar. Það dugði þó ekki til sigurs því Durand átti svo alveg hreint ótrúlega vörslu, þar sem hún fór í rangt horn en náði samt að slæma hendinni í boltann. Varamaðurinn Vicki Becho fékk tækifæri til að halda þessari ótrúlega löngu vítaspyrnu gangandi en skaut í stöngina. Þá kom annar varamaður á punktinn, Cortnee Vine. Þriðja tækifæri Ástrala til að klára leikinn og þá loksins kom það. Durand í rétt horn en spyrnan örugg. Ótrúleg dramatík sem boðið var upp á hér í morgunsárið en gestgjafar Ástralíu eru komnar í undanúrslit, í fyrsta sinn sem liðið nær svona langt á HM. Frakkar á leiðinni heim.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira