Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 12:16 Mikill fjöldi hefur alltaf sótt Hvanneyrarhátíðina í gegnum árin og skemmt sér vel. Aðsend Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend
Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira