Mings þurfti að yfirgefa St James' Park á sjúkrabörum á 37.mínútu leiksins á laugardaginn síðastliðinn og nú hefur Aston Villa tjáð sig um alvarleika meiðslanna.
Í yfirlýsingu sem félagið gaf frá sér í morgun segir að í kjölfar rannsókna á hné Mings sé ljóst að leikmaðurinn þurfi að gangast undir aðgerð og að í kjölfarið taki við langt endurhæfingarferli.
Knattspyrnuáhugafólk mun því ekki sjá Mings inn á knattspyrnuvellinum á næstunni.
Aston Villa tapaði leiknum gegn Newcastle United með fimm mörkum gegn einu. Liðið tekur á móti Everton í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Aston Villa can confirm that Tyrone Mings has sustained a significant knee injury.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 14, 2023