Emil leggur skóna á hilluna og gerist umboðsmaður Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 19:00 Emill á að baki einstaklega farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann er nú hættur að spila en hvergi nærri hættur afskiptum af knattspyrnu. vísir/arnar Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann er aftur á móti ekki búinn að slíta sig alfarið frá boltanum og ætlar sér að gerast umboðsmaður. Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira