Íslensk yfirvöld nýta ekki alþjóðlegar viðvörunarsamskiptareglur við hamfarir Aron Heiðar Steinsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun