Íslensk yfirvöld nýta ekki alþjóðlegar viðvörunarsamskiptareglur við hamfarir Aron Heiðar Steinsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Helsta kennileiti og aðdráttarafl Íslands er hrífandi landslag eyjunnar og þau náttúruundur sem hér má finna. Þessi einkenni eru einnig hennar helsta ógn, en hér þarf stöðugt að gera ráð fyrir snjóflóðum, jarðskjálftum og ógn af virkum eldfjöllum, auk annara óhjákvæmilegra náttúruafla sem hér ríkja. Í dag nýta yfirvöld og almannavarnir sér sms kerfi sem sækir gögn um staðsetningu einstaklinga og sendir þeim sms um hættur á því svæði sem það kann að vera á. Þetta kerfi er bæði seinlegt og óskilvirkt. Oft tekur langan tíma að senda út skilaboð á marga einstaklinga í einu þar sem sms skilaboð hafa lágan forgang í meðhöndlun gagna í fjarskiptakerfum. Einnig þurfa sms til ferðamanna að ferðast fyrst til heimalands þeirra og síðan til baka og eru oft ekki að skila sér á leiðarenda. Íslensk fjarskiptafélög hafa lagt til skilvirka og áreiðanlega neyðar samskiptatækni sem kallast sellu útsending (e. Cell broadcast) við yfirvöld í stað hefðbundinna sms-viðvarana. Þessi tækni sendir út viðvörunar skilaboð á alla notendur sem tengjast ákveðnum farsímasendi á svæði sem hætta er á og getur þar með tryggt öryggi og velferð þeirra sem staðsettir eru á Íslandi að hverju sinni við erfiðar aðstæður. Annar kostur við sellu útsendingu er forgangsröðun meldinga, þó sími sé á hljóðlausri stillingu eða upptekinn við aðra starfsemi þá hljóta þessi skilaboð forgang yfir það og eru meldingarnar meira áberandi en hefðbundin sms. Þetta gerir sellu útsendingu sannarlega ómissandi tól fyrir neyðarsamskipti þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Fjarskipafélög hér á landi hafa gert sér grein fyrir þeim möguleikum sem sellu útsendingar bjóða upp á og hafa reglulega leitað til almannavarna, viðbragðsaðila og löggvalds. Í þeim tilgangi að beita sér fyrir því að þessi tækni verði samþykkt sem ákjósanlegasta leiðin til þess að miðla neyðarviðvörunum þegar náttúruhamfarir ógna öryggi almennings. Til þess hafa fjarskiptafyrirtækin vísað til dæma frá öðrum löndum þar sem sellu útsending hefur sannað gildi sitt og verndað mannslíf. Þessi tækni hefur einnig verið notuð í mikilli mannmergð til að vekja athygli á annars konar ógn t.d. vopnuðum einstaklingum eða mannráni. Þrátt fyrir óneitanlega kosti sellu útsendinga, hafa íslensk yfirvöld sýnt tregðu við að tileinka sér þessa tækni í stað sms-viðvarana. Hvað því veldur er erfitt að segja, en mögulega gæti það stafað af þáttum eins og kunnugleika við sms skilaboð, kostnaðarsjónarmiðum, samhæfnisvandamálum við eldri tæki eða viðbúnað samskiptainnviða hjá hinu opinbera. Til þess að finna lausn á þessum vandamálum er þörf á aukinni samvinnu stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og almannavarna svo unnt sé að taka upp nýjustu fjarskiptatækni. Á tímum sem þessum þar sem fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri og náttúruhamförum virðast fjölga með breytingu á loftslagi og auknum jarðhræringum hefur þörfin til þess að uppfæra neyðartilkynningar aldrei verið meiri. Með því að bregðast við þessum áhyggjum getur Ísland nýtt sér alla möguleika sellu útsendinga og með því aukið neyðarviðbragðsgetu sína og sett almannaöryggi í forgang á erfiðum tímum og skapað öruggara land fyrir öll. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur í fjarskiptageira.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun