Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
tumi

Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vatnshiti í Víti við Öskjuvatn mældist í gær um níu gráðum hærri en hann hefur verið í sumar. Við heyrum í eldfjallafræðingi um stöðuna og könnum hvort það styttist mögulega í næsta gos.

Samband íslenskra sveitarfélaga segir stjórnvöld hafa sett sveitarfélög landsins í afar erfiða stöðu gagnvart hælisleitendum sem hafa verið sviptir þjónustu. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands varaði við stöðunni í umsögn um frumvarpið um ný útlendingalög og telur að brotið sé á fólki sem fær enga aðstoð.

Þá heyrum við í sérfræðingi í varnarmálum um sprengjuþotur bandaríska flughersins sem eru við æfingar á Keflavíkurflugvelli og hittum stjörnukokk sem hefur fengið þrjár Michelin-stjörnur og eldar fyrir gesti Reykjavík Edition-hótelsins í kvöld.

Í Sportpakkanum hittum við knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson sem ætlar að snúa sér að umboðsmennsku og fara sínar eigin leiðir í þeim bransa. Við heyrum í ofurhlauparanum Mari Järsk sem hljóp 260 kílómetra um helgina. Ísland í dag verður líka á sportlegum nótum en þar hittum við brjálaðan hjólreiðamann sem skilur ekki umferðina á Íslandi og tekur upp myndbönd af henni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×