„Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki leikmaninn sem hann þarf á að halda aftarlega á miðju liðsins. Getty/Chris Brunskill Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. Jamie Carragher er náttúrulega harður Liverpool maður en hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi síðustu sólarhringa hjá félaginu. „Liverpool hefur ekki náð að koma þessu yfir línuna og þetta hefur verið vandræðalegt allt saman,“ sagði Jamie Carragher. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Sú staðreynd að þú byrjir á að elta Lavia en ert ekki tilbúinn að borga uppsett verð fyrir hann. Svo skipta menn um stefnu og fara að eltast við Caicedo,“ sagði Carragher sem vildi ekki gagnrýna eigendur Liverpool af því að þeir voru tilbúnir að borga 110 milljónir punda fyrir hann. „Að reyna við Caicedo þegar hann er búinn að vera að tala við Chelsea í þrjá mánuði. Nú snúa þeir sér aftur að Lavia. Þetta er algjör klúður og algjör grín,“ sagði Carragher. Gary Neville, sem er Manchester UnNited maður, var mjög hissa á því að sjá Liverpool gera slík mistök og að missa stjórn á atburðarásinni er ekki líkt því sem við sjáum vanalega á Anfield. „Að þeir skuli leyfa Milner, Henderson og Fabinho fara áður en þeir fundu menn í staðinn er mjög ólíkt Liverpool sem mér hefur alltaf fundist vera mjög skynsamir á markaðnum. Þeir hafa vanalega gengið frá sínum málum áður en allt kemur fram í dagsljósið,“ sagði Gary Neville. Neville taldi Liverpool missa stjórnina á miðjunni í leiknum á móti Chelsea af því að liðinu vantaði tilfinnanlega öflugan mann aftast á miðjuna. „Liverpool þarf að glíma við stórt vandamál núna og þeir munu panikka á leikmannamarkaðnum á næstu þremur vikum,“ sagði Gary Neville. Það má sjá þá félaga ræða stöðuna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t1NVHmcKFps">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Jamie Carragher er náttúrulega harður Liverpool maður en hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi síðustu sólarhringa hjá félaginu. „Liverpool hefur ekki náð að koma þessu yfir línuna og þetta hefur verið vandræðalegt allt saman,“ sagði Jamie Carragher. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Sú staðreynd að þú byrjir á að elta Lavia en ert ekki tilbúinn að borga uppsett verð fyrir hann. Svo skipta menn um stefnu og fara að eltast við Caicedo,“ sagði Carragher sem vildi ekki gagnrýna eigendur Liverpool af því að þeir voru tilbúnir að borga 110 milljónir punda fyrir hann. „Að reyna við Caicedo þegar hann er búinn að vera að tala við Chelsea í þrjá mánuði. Nú snúa þeir sér aftur að Lavia. Þetta er algjör klúður og algjör grín,“ sagði Carragher. Gary Neville, sem er Manchester UnNited maður, var mjög hissa á því að sjá Liverpool gera slík mistök og að missa stjórn á atburðarásinni er ekki líkt því sem við sjáum vanalega á Anfield. „Að þeir skuli leyfa Milner, Henderson og Fabinho fara áður en þeir fundu menn í staðinn er mjög ólíkt Liverpool sem mér hefur alltaf fundist vera mjög skynsamir á markaðnum. Þeir hafa vanalega gengið frá sínum málum áður en allt kemur fram í dagsljósið,“ sagði Gary Neville. Neville taldi Liverpool missa stjórnina á miðjunni í leiknum á móti Chelsea af því að liðinu vantaði tilfinnanlega öflugan mann aftast á miðjuna. „Liverpool þarf að glíma við stórt vandamál núna og þeir munu panikka á leikmannamarkaðnum á næstu þremur vikum,“ sagði Gary Neville. Það má sjá þá félaga ræða stöðuna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t1NVHmcKFps">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira