„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 10:26 Steinunn segist fegin að hafa bara smakkað eitt ber. Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. „Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi. Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
„Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi.
Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira