„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 10:26 Steinunn segist fegin að hafa bara smakkað eitt ber. Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. „Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi. Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi.
Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira