Dæmdu ekki víti á Onana í gær og eru farnir í kælingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 12:00 Simon Hooper mun ekki dæma í ensku úrvalsdeildinni næstu helgi. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Dómarinn Simon Hooper og VAR-dómararnir Michael Salisbury og Richard West munu ekki dæma í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer næstu helgi. Hooper dæmdi viðureign Manchester United og Wolves sem fram fór í gær og Salisbury og West stjórnuði VAR-herberginu. Leiknum lauk með 1-0 sigri United, en Úlfarnir hefðu að öllum líkindum átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar úthlaup markvarðarins André Onana endaði með því að hann skall á Sasa Kalajdzic sem féll til jarðar. Hins vegar var ekkert dæmt og Hooper var ekki sendur sjálfur í skjáinn góða til að skoða atvikið. Jon Moss, yfirmaður hjá samtökum atvinnudómara á Englandi, PGMOL, hefur þó beðið Gary O'Neil, þjálfara Wolves, afsökunar og segir að ákvörðunin hafi verið röng. Réttast hefði verið að dæma vítaspyrnu. Enska úrvalsdeildin hefur nú birt lista yfir dómara á leikjum deildarinnar næstu helgi og þar má sjá að nöfn þremenninganna er hvergi að finna. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að Hooper, Salisbury og West hafi einfaldlega ekki verið valdir í verkefni næstu helgar frekar en að þeim hafi ekki verið hent út í kuldann. Þó er ákvörðunin um að velja þá ekki á leik í umferðinni tekin í kjölfar mistakanna og er hún afleiðing af þeim í samræmi við kröfur Howards Webb, yfirmanns PGMOL, um aukna ábyrgð á mistökum. Enski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Hooper dæmdi viðureign Manchester United og Wolves sem fram fór í gær og Salisbury og West stjórnuði VAR-herberginu. Leiknum lauk með 1-0 sigri United, en Úlfarnir hefðu að öllum líkindum átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar úthlaup markvarðarins André Onana endaði með því að hann skall á Sasa Kalajdzic sem féll til jarðar. Hins vegar var ekkert dæmt og Hooper var ekki sendur sjálfur í skjáinn góða til að skoða atvikið. Jon Moss, yfirmaður hjá samtökum atvinnudómara á Englandi, PGMOL, hefur þó beðið Gary O'Neil, þjálfara Wolves, afsökunar og segir að ákvörðunin hafi verið röng. Réttast hefði verið að dæma vítaspyrnu. Enska úrvalsdeildin hefur nú birt lista yfir dómara á leikjum deildarinnar næstu helgi og þar má sjá að nöfn þremenninganna er hvergi að finna. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að Hooper, Salisbury og West hafi einfaldlega ekki verið valdir í verkefni næstu helgar frekar en að þeim hafi ekki verið hent út í kuldann. Þó er ákvörðunin um að velja þá ekki á leik í umferðinni tekin í kjölfar mistakanna og er hún afleiðing af þeim í samræmi við kröfur Howards Webb, yfirmanns PGMOL, um aukna ábyrgð á mistökum.
Enski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira