Rebekke mun stýra fjármálasviði Mílu en hún hefur undanfarin fimm ár starfað hjá Marel. Þar stofnaði hún hagdeild Marels og veitti henni forstöðu. Fram kemur í tilkynningu um ráðningarnar að Rebekka hafi víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði.
Hún hafi starfað sem fjárfestingastjóri hjá Framtakssjóði Íslands og hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Rebekka er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja. Hún veitir fjármálasviði Mílu forstöðu, sem ber ábyrgð á fjármálahlutanum auk sjálfbærni (ESG) og innkaupum.
Snorri kemur til Mílu frá Símanum en hann mun leiða innviðasvið hjá Mílu, nýtt svið innan fyrirtækisins. Hjá Símanum gegndi Snorri stöðu leiðtoga stafrænnar þjónustu. Þar á undan veitti hann forstöðu þjónustu Símans.
Alls hefur Snorri starfað í fjarskiptageiranum í rúma tvo áratugi. Hann er byggingaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í verkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.