Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 18:28 Erin Patterson og grænserkssveppur, svipaður þeim sem talið er að notaður hafi verið í máltíðina sem varð fyrrverandi tengdaforeldrum hennar að bana. ABC/Getty Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik. Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Erin Patterson bauð fjórum ættingjum fyrrverandi eiginmanns síns í mat í lok júlí síðastliðinn. Voru það foreldrar hans, Don og Gail Patterson, systir Gail, Heather Wilkinson, og eiginmaður hennar, Ian. Eftir að hafa innbyrt steikina sýndu þau öll fjögur einkenni eitrunar og létust bæði Don og Gail, sem og Heather. Ian er enn á gjörgæslu þar sem hann berst fyrir lífi sínu. Afar eitraðir sveppir Talið er að sveppirnir sem Patterson notaði í steikina hafi verið grænserkir, þekktir á ensku sem „Death cap“. Eru þeir með eitruðustu sveppum í heimi og valda meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Patterson hefur ekki verið ákærð vegna dauðsfallanna en er hún samt sem áður grunuð í málinu þar sem hún eldaði máltíðina og er sú eina sem borðaði hana án þess að verða alvarlega veik. Hún heldur því sjálf fram að hafa keypt hluta sveppanna í asískri verslun nokkrum mánuðum áður og hinn hlutann í matvörubúð skömmu fyrir matseldina. Segist saklaus Lögreglan hefur gert húsleit á heimilli Patterson og fjarlægðu hluti af heimilinu sem eru nú til rannsóknar. Lögreglan segist enn vera með opinn huga þegar kemur að því hvað átti sér stað. „Ég er eyðilögð yfir því að sveppirnir gætu hafa leitt til veikinda þeirra sem mér þykir vænt um. Ég vil endurtaka enn og aftur að ég hef enga ástæðu til þess að meiða þetta fólk sem ég elskaði,“ hefur CNN eftir Patterson. Patterson hefur átt í góðu sambandi við fyrrverandi eiginmann sinn, son Patterson-hjónanna. Saman eiga þau tvö börn sem einnig voru viðstödd máltíðina en fengu þau annan mat og urðu ekki veik.
Ástralía Erlend sakamál Sveppir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira