Hinn 23 ára gamli Kolbeinn er uppalinn í Breiðabliki en hefur undanfarin ár leikið með Lommel í belgísku B-deildinni.
Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að leikmaðurinn, sem getur bæði leikið í stöðu hægri bakvarðar sem og á miðjunni, sé á leið til Svíþjóðar. Talið er að Gautaborg tilkynni félagaskiptin á morgun.
Kolbeinn Þórðarson skrifar undir í dag eða á morgun hjá IFK Gautaborg samkvæmt heimildum, læknisskoðun samningaviðræður Geggjað move í historic klúbb í Svíþjóð. pic.twitter.com/45Z0nc25nB
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) August 15, 2023
Kolbeinn á að baki einn A-landsleik sem og 19 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Var hann um tíma fyrirliði liðsins. Hann verður annar Íslendingurinn í liði Gautaborgar en þar er fyrir markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson.
Gautaborg er í 15. og næst neðsta sæti efstu deildar í Svíþjóð með aðeins 16 stig þegar 19 umferðir eru búnar.