Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 10:15 Skilti með stuðningsskilaboðum fyrir utan Richneck-grunnskólann í Newport News eftir skotárásina í janúar. AP/Denise Lavoie Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31