Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 10:45 Myndir frá Tenerife sem sýna annars vegar reykinn úr fjarska og hins vegar eldhafið gleypa skóg úr meiri nálægð. Twitter Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. Eldurinn kviknaði á miðnætti á þriðjudagskvöld og dreifði hratt úr sér í gegnum skógi vaxið svæðið ofan í djúp gljúfur í norðausturhluta eyjunnar sem gerði slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. Talið er að um 150 hektarar lands (um 1,5 ferkílómetri) hafi þegar orðið eldinum að bráð. Um 150 slökkviliðsmenn á landi og tíu úr lofti vinna nú við að slökkva eldinn. Þá hafa íbúar þorpanna Arrate, Chivisaya, Media Montaña og Ajafona hafa verið fluttir á brott vegna eldsins og búið er að loka tveimur hraðbrautum á eyjunni. #BREAKING #Spain Large forest fire on the island of Tenerife: the authorities decided to evacuate the inhabitants of several villages, roads are blocked. pic.twitter.com/BGlQXEarbx— National Independent (@NationalIndNews) August 16, 2023 Erfitt að komast að eldinum „Eldhafið gæti náð gríðarlegri stærð, við höfum óskað eftir meiri hjálp,“ sagði Rosa Davila, forseti sveitarstjórnar Tenerife. „Þetta hefur aðallega áhrif á Corona-skóg, það er mikið af furutrjám og skógi. Það er bratt svæði og loftför eru nauðsynleg,“ sagði hún. Kanaríeyjar hafa orðið fyrir barðinu á kröftugri hitabylgju undanfarna viku sem hefur þurrkað upp gróður á eyjunni og aukið hættuna á gróðureldum. Fleiri lönd hafa lent í hitabylgjunni enda hefur sumarið verið eitt það heitasta frá upphafi mælinga. Þá eru rúmlega hundrað látnir eftir hræðilega gróðurelda sem hafa geisað á eyjunni Maui í Hawaii. Spánn Gróðureldar Kanaríeyjar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Eldurinn kviknaði á miðnætti á þriðjudagskvöld og dreifði hratt úr sér í gegnum skógi vaxið svæðið ofan í djúp gljúfur í norðausturhluta eyjunnar sem gerði slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir. Talið er að um 150 hektarar lands (um 1,5 ferkílómetri) hafi þegar orðið eldinum að bráð. Um 150 slökkviliðsmenn á landi og tíu úr lofti vinna nú við að slökkva eldinn. Þá hafa íbúar þorpanna Arrate, Chivisaya, Media Montaña og Ajafona hafa verið fluttir á brott vegna eldsins og búið er að loka tveimur hraðbrautum á eyjunni. #BREAKING #Spain Large forest fire on the island of Tenerife: the authorities decided to evacuate the inhabitants of several villages, roads are blocked. pic.twitter.com/BGlQXEarbx— National Independent (@NationalIndNews) August 16, 2023 Erfitt að komast að eldinum „Eldhafið gæti náð gríðarlegri stærð, við höfum óskað eftir meiri hjálp,“ sagði Rosa Davila, forseti sveitarstjórnar Tenerife. „Þetta hefur aðallega áhrif á Corona-skóg, það er mikið af furutrjám og skógi. Það er bratt svæði og loftför eru nauðsynleg,“ sagði hún. Kanaríeyjar hafa orðið fyrir barðinu á kröftugri hitabylgju undanfarna viku sem hefur þurrkað upp gróður á eyjunni og aukið hættuna á gróðureldum. Fleiri lönd hafa lent í hitabylgjunni enda hefur sumarið verið eitt það heitasta frá upphafi mælinga. Þá eru rúmlega hundrað látnir eftir hræðilega gróðurelda sem hafa geisað á eyjunni Maui í Hawaii.
Spánn Gróðureldar Kanaríeyjar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira